Memphis Depay var hetja Atletico Madrid þegar liðið vann 3-1 sigur á Granada í fyrstu umferð La Liga í kvöld.
Rúmar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum þegar Depay fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Granada.
Depay kom öllum á óvart og þrumaði knettinum að marki og boltinn hamraðist í netið. Kom hann Atletico í 2-1 en Marcos Llorente! bætti við þriðja markinu.
Hollenski leikmaðurinn kom til Atletico frá Barcelona á síðustu leiktíð og byrjar þetta tímabil með látum.
Markið er hér að neðan.
Memphis Depay scores a screamer and celebrates with the Adowa dance 🔥🔥🇬🇭
— GHOne TV (@GHOneTV) August 14, 2023