Antony kantmaður Manchester United virtist pirraður yfir því að vera tekinn af velli í sigri liðsins gegn Wolves í kvöld.
Antony átti slakan leik og í stað þess að setjast á bekkinn, settist hann í tröppurnar fyrir aftan Erik ten Hag.
Manchester United vann nauman sigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið var í tómum vandræðum framan af leik.
United tókst illa að halda stjórn á leiknum gegn Wolves sem var að leika sinn fyrsta leik undir stjórn Gary O´Neill.
O´Neill tók við Wolves í síðustu viku en liðið spilaði vel en fór ekki vel með færin sín.
Eina mark leiksins kom á 76 mínútu en það var Aaron Wan-Bissaka sem lagði upp markið á Raphael Varane sem stangaði knöttinn í netið.
Wolves vildi fá vítaspyrnu undir lok leiksins þegar Andre Onana jarðaði leikmann Wolves en ekkert var dæmt.