fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Carragher reiður yfir stöðunni hjá Liverpool – „Þetta hefur verið algjör hryllingur, þetta er grín“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. ágúst 2023 21:30

Jamie Carragher / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher fyrrum varnarmaður Liverpool er vægast sagt óhress með félagið sitt og hvernig það stendur sig á leikmannamarkaðnum.

Carragher ræddi um málið á Sky Sports eftir að ljóst var að Romeo Lavia hefði kosið að fara til Chelsea líkt og Moises Caicedo sem hafa báðir hafnað Liverpool á undanförnum dögum.

„Þetta hefur verið algjör hryllingur, þetta er grín. Liverpool hefur vitað af því að miðsvæðið þyrfti styrkingu í tólf mánuði,“ segir Carragher.

Jorg Schmadtke var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool í vetur og fær á baukinn fyrir kaup sumarsins.

„Nýr yfirmaður knattspyrnumála hefur náð að virkja tvær klásúlur í sumar, ekki neitt meira en það,“ segir Carragher.

Tveir lykilmenn hafa hætt störfum hjá Liverpool á undanförnum mánuðum. „Af hverju fóru Michael Edwards og Julian Ward? Það er spurning sem þarf svar við,“ segir Carragher.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins
433Sport
Í gær

Allt annað hljóð í Maresca

Allt annað hljóð í Maresca