Chelsea hefur staðfest kaup sín á Moises Caicedo sem kemur til félagsins frá Brighton á 115 milljónir punda.
Caicedo gerir átta ára samning við Chelsea með möguleika á níunda árinu.
Liverpool fékk einnig samþykkt tilboð í Caicedo en að lokum valdi miðjumaðurinn frá Ekvador að fara til Chelsea.
„Ég er svo glaður, ég er svo spenntur að spila fyrir þetta stóra félag. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar Chelsea hringdi,“ segir Caicedo.
„Ég vildi bara fara til Chelsea, þetta er draumur að rætast og ég get ekki beðið.“
Caicedo er 21 árs gamall og var í tvö ár hjá Brighton en Chelsea er einnig að kaupa Romeo Lavia frá Southampton.