Einn karlmaður er látinn eftir að slys varð við Bramley Moore þar sem Everton er að byggja sér nýjan heimavöll.
Everton er að byggja glæsilegan nýjan heimavöll í Liverpool en slysið átti sér stað í morgun og er búið að vísa öllum af vettvangi.
26 ára karlmaður hlau mikla áverka á höfði og við komu á sjúkrahús var verkamaðurinn úrskurðaður látinn.
Yfirvöl eru mætt á svæðið og rannsaka hvernig slysið átti sér stað en ljóst er að ekkert verður unnið í kringum völlinn næstu daga.
Völlurinn er staðsettur við höfnina á Englandi og er stefnt að því að hann verði formlega opnaður á næsta ár.
More tragic news breaking
A man has died after an incident at Bramley Moore dock construction site where Everton's new stadium is being built.https://t.co/CnW2Ww9VWb
— Paul Philbin (@paulphilbin) August 14, 2023