Benjamin Pavard hefur látið Bayern Munchen vita að hann vilji fara til Manchester United í sumar. Bild segir frá.
Pavard hefur verið hjá Bayern síðan 2019 og á ár eftir af samningi sínum við félagið.
Hann vill hins vegar fara og fyrr í sumar var útlit fyrir að hann færi til Manchester City til að leysa af Kyle Walker.
Ekkert varð hins vegar af því og hvorki hann né Walker færðu sig um set.
Pavard vill þó enn fara og hefur látið Bayern vita af því.
Það vantar hins vegar töluvert upp á til að United og Bayern nái samkomulagi. Bayern vill í kringum 40 milljónir punda fyrir Pavard en United vill aðeins borga um 30 milljónir punda.