Einhver hluti stuðningsmanna Manchester United mun í kvöld mótmæla fyrir utan heimavöll félagsins, ástæðan er hugsanleg endurkomua Mason Greenwood.
Greenwood hefur ekki spilað í eitt og hálft ár eftir að hafa verið sakaður um gróft obeldi í nánu sambandi.
Hariet Robson unnusta Greenwood birti myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum og var Greenwood handtekinn í kjölfarið.
Eftir um ár í rannsókn var málið fellt niður en vitni höfðu þá breytt framburði sínum. Greenwood og Robson eru saman í dag og hafa eignast sitt fyrsta barn.
Greenwood hefur ekki fengið að æfa með United frá því að málið kom upp en sögur eru á kreiki um að endurkoma hans sé að fara að eiga sér stað.
Við þetta eru sumir stuðningsmenn United ósáttir og munu mótmæla fyrir fyrsta leik tímabilsins hjá félaginu gegn Wolves í kvöld.