Neymar er á leið til Al Hilal í Sádi-Arabíu og mun þéna svakalega þar.
Al Hilal lagði fram risatilboð til Paris Saint-Germain á dögunum og hefur það verið samþykkt. Hljóðar það upp á tæpar 100 milljónir evra.
PSG gerði Neymar að dýrasta leikmanni sögunnar árið 2017 þegar félagið keypti hann frá Barcelona á 222 milljónir evra. Nú er ljóst að tími hans í París er á enda.
Neymra mun gangast undir læknisskoðun í Sádí í dag og skrifa svo undir tveggja ára samning.
Talið er að á þessum tveimur árum muni Neymar þéna 260 milljónir punda. Það gera 2,5 milljónir punda á viku eða um 420 milljónir íslenskra króna.
Til samanburðar þénaði Neymar um 600 þúsund pund á viku hjá PSG.
Neymar getting paid £2.5m a week at Al Hilal. £260m over two years. Some players are being told they can have 50% of their wages paid up front if they agree to move to Saudi Arabia.
— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) August 14, 2023