fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Hringdi inn í útvarpið og hafði þetta að segja – Þáttastjórnendur agndofa yfir uppástungunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 14. ágúst 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsstöðin Talksport er ansi vinsæl í Bretlandi og þar fá hlustendur gjarnan að hringja inn og segja sína skoðun. Eitt símtal um helgina vakti mikla athygli.

Þar hringdi inn reiður stuðningsmaður Liverpool eftir jafntefli liðsins gegn Chelsea í gær. Vildi hann sjá stjórann Jurgen Klopp fá að taka pokann sinn.

„Ég tel að Klopp þurfi að fara,“ sagði stuðningsmaðurinn og mátti heyra að þáttastjórnendur voru ansi hissa. „Vá,“ sagði einn þeirra.

Stuðningsmaðurinn bætti við að Klopp gæti ekki lifað endalaust á því að hafa unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina áður.

„Klopp hefur gert fjöldan allan af mistökum. Hann átti ekki að láta Henderson fara svo fljótt. Þeir þurfa leiðtoga. Van Dijk er enginn leiðtogi,“ sagði hann, en Van Dijk var gerður að fyrirliða eftir að Henderson var seldur til Sádi-Arabíu nýlega.

Stuðningsmaðurinn kvaðst þá einnig reiður yfir því að Liverpool væri líklega að missa af helstu skotmörkum sínum, Moises Caicedo og Romeo Lavia, til Chelsea.

„Klopp verður farinn fyrir jól,“ sagði stuðningsmaðurinn að endingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Patrick Pedersen hafði fundið fyrir sársauka um langt skeið áður en hann sleit hásinina

Patrick Pedersen hafði fundið fyrir sársauka um langt skeið áður en hann sleit hásinina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“
433Sport
Í gær

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy