fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Benda á það sem fáir hafa spáð í varðandi skipti Kane – Tala um að versta martröð þjóðarinnar geti ræst

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 14. ágúst 2023 07:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og nær allir vita var Harry Kane keyptur til Bayern Munchen frá Tottenham fyrir helgi.

Enski landsliðsfyrirliðinn hefur verið besti leikmaður Tottenham í áraraðir og því ljóst að þetta er blóðtaka fyrir félagið.

Þetta gæti þó líka reynst áfall fyrir ensku þjóðina eins og enskir miðlar koma nú inn á.

Eiginkona Kane, Kate, á nefnilega von á barni eftir tvær vikur. Það eru sagðar góðar líkur á að það fæðist í Munchen.

Samkvæmt reglum mun það öðlast tvöfalt ríkisfang við það. Nóg er að annað foreldrið sé með dvalarleyfi í meira en þrjú ár og tryggir fjögurra ára samingur Kane það.

Þau hafa ekki ákveðið hvar barnið á að fæðast en samkvæmt heimildamanni The Sun fór Kate til Munchen í síðasta mánuði að taka út sjúkrahús og kemur vel til greina að fæða barnið þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney