Það var svakaleg dramatík er Keflavík og Valur áttust við í Bestu deild karla en spilað var í Keflavík.
Allt stefndi í markalaust jafntefli í þessari viðureign eða þar til á 95. mínútu er Sami Kamel kom heimamönnum yfir.
Það mark var að fara tryggja botnliðinu mikilvæg þrjú stig áður en annað ótrúlegt átti sér stað.
Aðeins mínútu seinna í uppbótartímanum jafnaði Birkir Már Sævarsson metin fyrir Val til að tryggja í raun ótrúlegt stig.
FH lagði lið ÍBV á sama tíma 2-1 þar sem Viðar Ari Jónsson skoraði sigurmark heimaliðsins.
KA og Breiðablik skildu þá jöfn 1-1 á Akureyri þar sem Blikar voru manni færri allan seinni hálfleik eftir rauða spjald Oliver Stefánssonar.
Keflavík 1 – 1 Valur
1-0 Sami Kamel(’95)
1-1 Birkir Már Sævarsson(’96)
FH 2 – 1 ÍBV
0-1 Dwayne Atkinson(’45)
1-1 Kjartan Henry Finnbogason(’50)
2-1 Viðar Ari Jónsson(’62)
KA 1 – 1 Breiðablik
0-1 Klæmint Olsen(’17 )
1-1 Daníel Hafsteinsson(’45, víti)