fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Pressan

Fylgdust með tölvu Suzie og ráku hana síðan

Pressan
Mánudaginn 14. ágúst 2023 04:05

Það var fylgst náið með Suzie.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa starfað hjá ástralska tryggingafélaginu Insurance Australia Group í 18 ár er Suzie Cheikho nú atvinnulaus. Ástæðan er að fyrirtækið rak hana úr starfi eftir að hafa komið njósnabúnaði fyrir í tölvu hennar til að fylgjast með vinnuframlagi hennar þegar hún vann heima hjá sér.

NewsAu segir að njósnabúnaðurinn hafi sýnt að Suzie vann ekki tilskilinn tímafjölda á degi hverjum í 44 daga af 49 sem fylgst var með henni. Þetta var í október og nóvember á síðasta ári.

Aðeins tvisvar sinnum var hún mætt til vinnu á tilskildum tíma og fjóra daga vann hún ekki.

„Stundum vinn ég mjög hægt en ég hef aldrei ekki unnið. Ég get vel tekið upp á því að skjótast í búð inn á milli en ekki allan daginn,“ sagði hún við vinnuveitanda sinn þegar rætt var við hana um málið.

Málið endaði inn á borði hjá Vinnuréttinum sem þurfti að taka afstöðu til þess hvort uppsögn hennar væri réttlætanleg.

Suzie sagðist telja að gögn tryggingafélagsins væru ekki rétt og að það hafi verið að leita að ástæðu til að segja henni upp.

Úrskurður Vinnuréttar var tryggingafélaginu í hag og því stendur uppsögnin óhögguð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrír urðu fyrir eldingu og létust á þekktum ferðamannastað

Þrír urðu fyrir eldingu og létust á þekktum ferðamannastað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump skýrir frá „smávegis vandamáli“ varðandi forstjóra Apple

Trump skýrir frá „smávegis vandamáli“ varðandi forstjóra Apple
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að Trump og ríkisstjórn hans séu ekki að segja alla söguna um lúxusþotuna frá Katar

Segja að Trump og ríkisstjórn hans séu ekki að segja alla söguna um lúxusþotuna frá Katar
Pressan
Fyrir 5 dögum

18 ára stúlka slapp úr sjö ára langri fangavist – Var neydd til að vera í hundabúri

18 ára stúlka slapp úr sjö ára langri fangavist – Var neydd til að vera í hundabúri