Edouard Mendy, fyrrum markmaður Chelsea, gerði ansi slæm mistök í sínum fyrsta leik fyrir félagið.
Um var að ræða deildarleik í Sádí Arabíu en Mendy skrifaði undir samning við Al Ahli í sumar frá Chelsea.
Sem betur fer fyrir Mendy þá vann lið hans leikinn 3-1 en Roberto Firmino gerði þrennu.
Mendy getur þakkað liðsfélaga sínum fyrir það en hann gaf Al Hazm eina mark þeirra í viðureigninni.
Mistökin má sjá hér.
Édouard Mendy on his Al-Ahli debut 😬
(via @SPL)
— B/R Football (@brfootball) August 11, 2023