Thierry Henry, fyrrum leikmaður Arsenal, stal senunni í teiti hjá NBA goðsögninni Tony Parker á dögunum.
Henry er sjálfur í guðatölu hjá mörgum knattspyrnuaðdáendum en hann ku vera að reyna við landsliðsþjálfarastarfið hjá Frakklandi í dag.
Henry er 45 ára gamall en hann sýndi skemmtilega takta á ‘dansgólfinu’ hjá Parker og var myndband af því birt á Instagram.
Henry er enn í frábæru standi eftir að skórnir fóru á hilluna en hann er einn sá líklegasti til að taka við Frakklandi samkvæmt L’Equipe.
Myndband af Henry í essinu sínu má sjá hér fyrir neðan.
Is Thierry Henry preparing to take a free-kick or dancing? Tbf he’s better than me at both. 🤣 pic.twitter.com/BZ6XIcs9Nw
— Marcus Chhan (@MarcusChhan) August 10, 2023