fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Segist hafa verið nautheimskur með því að hafna boðinu – Hefði fengið fimmtán sinnum hærri laun

Victor Pálsson
Laugardaginn 12. ágúst 2023 20:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru svo sannarlega ekki allir sem geta hafnað þeirri launahækkun sem fylgir því að skrifa undir hjá ensku félagi.

Goðsögnin Georgio Chiellini getur þó sagt það en hann hafnaði því að skrifa undir hjá Arsenal árið 2001 þá aðeins 16 ára gamall.

Chiellini var á mála hjá Livorno í ítölsku C-deildinni og hefði fengið fimmtán sinnum hærri laun erlendis.

Chiellini ákvað þó að hafna tækifærinu en átti síðar frábæran feril og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Juventus.

Ekki nóg með það þá spilaði Chiellini 117 landsleiki fyrir Ítalíu en hann yfirgaf Livorno aðeins ári seinna og samdi við Roma.

,,Þegar ég horfi til baka, ég var nautheimskur að hafna þessu tilboði. Ég var 16 ára gamall og spilaði í C-deildinni,“ sagði Chiellini.

,,Ég fékk risatilboð frá Englandi og hefði borgað 66 þúsund pund fyrir eitt tímabil. Ég taldi mig ekki vera tilbúinn, ef ég hefði samþykkt þá væri eins og ég hefði svikið Livorno.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood
433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid