ÍA vann gríðarlega mikilvægan sigur í Lengjudeildinni í kvöld er liðið mætti Fjölni í 16. umferð sumarsins.
Gísli Laxdal Unnarsson skoraði eina mark leiksins og tryggði ÍA þrjú stig sem eru afar þýðingarmikil.
ÍA er nú þremur stigum á eftir toppliði Aftureldingar og þá fjórum stigum á undan Fjölni sem er í þriðja sæti.
Leiknir vann Gróttu 2-1 í Breiðholtinu og eru nú í fjórða sæti og hóta svo sannarlega að komast í umspil um sæti í efstu deild.
Botnlið Ægis tapaði þá 3-2 gegn Þór heima og er heilum sjö stigum frá öruggu sæti.
Fjölnir 0 – 1 ÍA
0-1 Gísli Laxdal Unnarsson(’69)
Leiknir R. 2 – 1 Grótta
1-0 Róbert Quental Árnason(’66)
1-1 Axel Sigurðarson(’69)
2-1 Arnór Ingi Kristinsson(’72)
Ægir 2 – 3 Þór
0-1 Bjarni Guðjón Brynjólfsson(’22)
0-2 Alexander Már Þorláksson(’25)
1-2 Ivo Braz(’68, víti)
2-2 Bjarki Þór Viðarsson(’73, sjálfsmark)
2-3 Nökkvi Hjörvarsson(’90)