Reece James var fyrir helgi nefndur sem nýr fyrirliði Chelsea eftir að Cesar Azpilicueta kvaddi félagið í sumar.
James er uppalinn hjá Chelsea og spilar í hægri bakverði en hann ætlaði nokkrum sinnum að yfirgefa enska stórliðið.
Það tók James dágóðan tíma að fá tækifæri með aðalliði félagsins en hefur í dag fest sig í sig í sessi sem byrjunarliðsmaður.
Stuðningsmenn Chelsea eru hæstánægðir með valið enda um uppalinn dreng að ræða sem er einn besti bakvörður deildarinnar.
,,Þetta ævintýri hefur verið erfitt og alls ekki auðvelt. Það komu tímar nokkrum sinnum þar sem ég var ekki líklegur til að vera áfram hjá Chelsea, ég var örugglega ekki nógu góður sem var erfitt að taka,“ sagði James.
,,Ég hélt áfram að leggja mig fram og komast á stað þar sem ég fékk loksins samning. Þetta er eins og nýtt lið í dag, við höfum fengið inn marga nýja leikmenn, nýtt starfsfólk og fleira. Við byrjuðum undirbúningstímabilið vel og leikmönnum líður vel.“