Liverpool getur fengið tíu milljónir punda fyrir miðjumanninn Thiago Alcantara í sumar.
Frá þessu greinir franski miðillinn L’Equipe en Al Ahli í Sádí Arabíu er til í að kaupa Spánverjann.
Thiago er 32 ára gamall en hann kom til Liverpool fyrir þremur árum eftir sjö ár hjá Bayern Munchen.
Það er erfitt að treysta á Thiago sem er mikið meiddur og gæti Liverpool skoðað það sterklega að selja.
Liverpool hefur þó losnað við þónokkra miðjumenn í sumar og vantar frekari styrkingar á miðjuna fyrir veturinn.
Thiago yrði þriðji miðjumaður Liverpool sem færi til Sádí Arabíu á eftir þeim Jordan Henderson og Fabinho. Þá hélt framherjinn Roberto Firmino einnig til landsins.