Eins og flestir vita þá hefur framherjinn Rasmus Hojlund skrifað undir samning við Manchester United.
Um er að ræða afar efnilegan leikmann sem kostar Rauðu Djöflana 72 milljónir punda frá Atalanta.
Hojlund er aðeins 20 ára gamall og er danskur landsliðsmaður en hann hefur alltaf átt þann draum að spila fyrir Man Utd.
Daninn sannaði það sjálfur og sýndi stutt bréf sem hann skrifaði aðeins 10 ára gamall.
Um var að ræða skólaverkefni en Hojlund var beðinn um að skrifa niður sína drauma og hvað hann vildi afreka í framtíðinni.
Draumurinn varð loksins að veruleika og nú er að sjá hvort hann standist væntingar hjá sínu nýja félagi.