Stórstjarnan Wissam Ben Yedder hefur verið ákærður fyrir nauðgun ásamt bróður sínum.
Þetta kemur fram í frönskum miðlum en Ben Yedder spilar með Monaco í frönsku úrvalsdeildinni og er öflugur framherji.
Báðir mennirnir eru ásakaðir um að hafa ráðist að tveimur ungum konum í síðasta mánuði en þær eru 19 og 20 ára gamlar.
Ben Yedder þurfti að borga 900 þúsund evrur til að losna úr haldi en atvikið átti sér stað eftir djamm á næturklúbbi.
Samkvæmt frönsku útvarpsstöðinni Info þá neyddu mennirnir tveir konurnar í að stunda kynlíf með sér og voru í kjölfarið ákærðir.
Ben Yedder er 32 ára gamall en hann á að baki 19 landsleiki fyrir Frakkland og lék um tíma með Sevilla á Spáni.