fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Þungt högg í maga Liverpool – Caicedo tekur aðra U-beygju og ætlar til Chelsea

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 11. ágúst 2023 11:21

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein magnaðasta félagaskiptasaga sumarsins ætlar engan endi að taka en Moises Caicedo hefur nú ákveðið að fara til Chelsea frekar en Liverpool. Fabrizio Romano, sem er nær alltaf með allt á hreinu er kemur að félagaskiptum, segir frá þessu.

Þetta er mikið högg fyrir Liverpool, en í gær samþykkti Brighton 111 milljóna punda tilboð félagsins í miðjumanninn.

Caicedo hafði verið sterklega orðaður við Chelsea áður en Liverpool bauð í hann í gær.

Það var búið að bóka læknisskoðun fyrir Caicedo hjá Liverpool en leikmaðurinn hefur nú ákveðið að fara til Chelsea. Hann náði samkomulagi við félagið um eigin kjör í maí og ætlar að standa við orð sín.

Nú munu Chelsea og Brighton ganga frá samningum er varðar kaup á leikmanninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Málefni Sancho í einhverjum hnút – Juventus ekki heyrt í United

Málefni Sancho í einhverjum hnút – Juventus ekki heyrt í United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Í gær

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal
433Sport
Í gær

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans