fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Gömul ummæli Klopp eldast skelfilega í ljósi nýjustu fregna – „Ef fólk vill kasta gömlum ummælum í mig er það ekkert vandamál“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 11. ágúst 2023 11:02

Jurgen Klopp .Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Moises Caicedo er á leið til Liverpool frá Brighton. Verður hann dýrasti leikmaður sem breskt félag hefur keypt. Gömul ummæli Jurgen Klopp vekja athygli í ljósi þessa.

Caicedo hafði verið orðaður við Chelsea en Liverpool mætti með 111 milljóna punda tilboð í gær sem var samþykkt.

Klopp lét í sér heyra þegar Manchester United keyptu Paul Pogba árið 2016 fyrir um 90 milljónir punda.

„Sá dagur þar sem fótboltinn er svona mun ég ekki vinna við þetta lengur. Leikurinn snýst um að spila saman,“ sagði Klopp á þessum tíma.

„Aðrir klúbbar geta farið og keypt bestu leikmennina. Ég vil ekki gera þetta svoleiðis. Ég myndi ekki einu sinni gera þetta svona þá ég hefði yfir þessum peningum að ráða.“

Klopp var spurður út í þetta í ljósi þess að Caicedo væri á leiðinni.

„Það hefur allt breyst. Líkar mér við það? Nei. Átta ég mig á að ég hafði rangt fyrir mér? Klárlega,“ segir Þjóðverjinn.

„Þetta er ekki frábært en svona er þetta. Sádi-Arabía er ekki að hjálpa. Ég er ekki að saka neinn um neitt en það hjálpar ekki að fá annan markað með svona mikinn pening inn í þetta.

Ef fólk vill kasta gömlum ummælum í mig er það ekkert vandamál. Þetta var mín skoðun á þessum degi og ég hafði rangt fyrir mér. Það er auðvelt að viðurkenna það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingarnir sigldu þægilega inn í deildarkeppni

Íslendingarnir sigldu þægilega inn í deildarkeppni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn