fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Ásta ræðir úrslitaleikinn – „Þetta er virkilega öflugt lið sem við erum að mæta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. ágúst 2023 14:30

Ásta Eir Árnadóttir (til vinstri) ásamt Nadíu Atladóttur, fyrirliða Víkings, með bikarinn í gær. Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, segir að liðið sé staðráðið í að gera betur en í fyrra og hampa bikarmeistaratitlinum á Laugardalsvelli á morgun. Blikar mæta Víkingi í úrslitaleiknum.

„Stemningin er mjög góð. Við erum mjög spenntar að vera að fara aftur á Laugardalsvöll og erum tilbúnar að taka bikarinn aftur heim,“ segir Ásta í samtali við 433.is.

Breiðablik fór einnig í úrslitaleikin í fyrra en tapaði fyrir Val. Gefur það þeim blóð á tennurnar fyrir þennan leik?

„Ég held það. Heilt yfir var tímabilið í fyrra vonbrigði. Svo það kitlar í okkur að koma aftur og klára leikinn.“

video
play-sharp-fill

Sjálf meiddist Ásta í síðasta leik og er ansi ólíklegt að hún verði með annað kvöld.

„Staðan hefur alveg verið betri. Þetta er leiðinlegt en ég ætla ekki að útiloka allt fyrr en rétt áður en flautað verður til leiks. En þetta snýst ekki um mig heldur liðið. Ég verð mætt peppuðust á hliðarlínuna ef ég spila ekki.“

Á meðan Blikar eru á toppi Bestu deildarinnar er Víkingur efsta lið Lengjudeildarinnar. Ásta segir Kópavogsliðið þó búast við ansi krefjandi leik.

„Það er ákveðinn orka í bikarleikjum og sérstakur andi. Víkingsstelpurnar eru búnar að standa sig frábærlega á leiðinni hingað. Þær eru búnar að slá út tvö Bestu deildarlið og fóru í Kaplakrika og unnu þar, eitthvað sem við gátum ekki gert í síðustu viku þannig þetta er virkilega öflugt lið sem við erum að mæta. En við þurfum að mæta með hausinn rétt stilltan á og ef við spilum eins og við gerum best er ég mjög jákvæð fyrir leiknum.“

Viðtalið í heild er í spilaranum.

——————————————————————————–

Leikurinn hefst klukkan 19 á föstudag.

Tengill á miðasölu fyrir stuðningsmenn Víkings R.

Tengill á miðasölu fyrir stuðningsmenn Breiðabliks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Glódís eina spurningamerkið

Glódís eina spurningamerkið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hótel Íslands vel skreytt á meðan dvölinni stendur

Hótel Íslands vel skreytt á meðan dvölinni stendur
433Sport
Í gær

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
Hide picture