fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Oxlade-Chamberlain búinn að ná samkomulagi við nýtt félag

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 10. ágúst 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alex Oxlade-Chamberlain er loksins að semja við nýtt félag eftir að hafa yfirgefið lið Liverpool.

Samningur Englendingsins rann út í sumar en hann fékk ekki nýtt samningstilboð á Anfield.

Nú er þessi fyrrum enski landsliðsmaður á leið til Tyrklands og gerir samning við Besiktas þar í landi.

Hann fer þangað á frjálsri sölu en Oxlade-Chamberlain er ennþá bara 29 ára gamall og á nóg eftir.

Meiðsli hafa sett strik í reikning leikmannsins sem kom við sögu í 13 leikjum með Liverpool á síðasta tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar: „Mjög stór stund fyrir mig og mína fjölskyldu“

Arnar: „Mjög stór stund fyrir mig og mína fjölskyldu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Brottför Mainoo vel möguleg miðað við nýjustu fréttir

Brottför Mainoo vel möguleg miðað við nýjustu fréttir