Chelsea virðist vera búið að finna sér nýjan aðal styrktaraðila fyrir komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.
Chelsea hefur ekki verið með neinn aðal styrktaraðila á búningi sínum á undirbúningstímabilinu í sumar.
Matt Law hjá Telegraph greinir nú frá því að samkomulag sé líklega að nást við fyrirtæki sem ber nafnið Athlete.
Líklegast er að það verði aðal styrktaraðili liðsins í vetur eftir að samstarfi við ‘Three’ lauk í sumar.
Chelsea var einnig í viðræðum við veðmálafyrirtækið Stake en hætti við þær viðræður eftir skítkast frá stuðningsmönnum félagsins.