Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, skilur það vel að margir stuðningsmenn liðsins séu áhyggjufullir fyrir komandi tímabil.
Liverpool hefur misst fjölmarga leikmenn í sumar en nefna má Fabinho, Roberto Firmino sem og fyrirliðann Jordan Henderson.
Á móti hafa aðeins tveir leikmenn komið inn og heimta stuðningsmenn liðsins fleiri kaup áður en tímabilið byrjar.
,,Ég get svo sannarlega skilið áhyggjur stuðningsmanna að mörgu leyti,“ sagði Van Dijk við Liverpool Echo.
,,Auglsjóslega hugsa ég ekki eins og þeir, við höfum misst leikmenn, fyrirliðann okkar, varafyrirliðann og við höfum aðeins fengið inn tvo leikmenn.“
,,Við höfum gert vel á undirbúningstímabili þegar við erum með boltann en að fá á okkur svo mörg mörk er ekki gott, svo ég skil vel að einhverjir séu með efasemdir.“