fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Þrengir enn að Lizzo – Minnst sex til viðbótar stíga fram með ásakanir

Fókus
Miðvikudaginn 9. ágúst 2023 15:18

Lizzo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmenn þriggja kvenna sem störfuðu sem dansarar fyrir tónlistarkonuna Lizzo, segja að minnst sex til viðbótar hafi sett sig í samband við þau með ásakanir í garð tónlistarkonunnar.

Málið hefur vakið mikla athygli seinustu vikuna en Lizzo, sem er þekkt fyrir að berjast fyrir líkamsvirðingu, var meðal annars sökuð um fitusmánum, kynferðislega áreitni og að hafa staðið fyrir eitraðri vinnustaðamenningu. Tónlistarkonan hefur þverneitað þessum ásökunum sem hún segir engan fót vera fyrir.

Ron Zambrano er lögmaður kvennanna þriggja og sagði við NBC fréttastofuna að nú hafi sex ásakanir borist til viðbótar frá aðilum sem hafi verið með Lizzo á tónleikaferðalögum. Ýmist hafi þessir einstaklingar verið dansarar eða verið hluti af svokallaðri Amazon sýningu sem söngkonan stóð fyrir. Þessar ásakanir greini frá eitraðri vinnustaðamenningu þar sem loftið hafi verið rafmagnað af kynferðislegri spennu. Eins hafi tónlistarkonan í sumum tilvikum ekki staðið skil á greiðslum til starfsmanna.

Konurnar greindu meðal annars frá því að Lizzo hafi hótað þeim og verið ógnandi í framkomu. Þær hafi upplifað að ekki mætti bera neinar athugasemdir á borð öðruvísi en að eiga von á viðurlögum. Þær hafi eins verið þvingaðar til að taka þátt í nektarsýningum og koma fram á kynlífsklúbbum þrátt fyrir að það væri þeim þvert um geð.

Lizzo hefur borið því við að um sé að ræða deilur sem megi rekja til óánægju með starfslok hjá henni. Hafi þessar konur ákveðið að vega að henni með fölskum ásökunum og varpa þar með rýrð á orðspor hennar og allt sem hún standi fyrir.

Dansararnir hafa höfðað mál gegn Lizzu þar sem þær fara fram á miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Í gær

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Í gær

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Í gær

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“