Það voru miklar senur þegar Accrington og Bradford mættust í enska deildabikarnum í gærkvöldi.
Leiknum sjálfum lauk 1-1 en vann Bradford í vítaspyrnukeppni.
Víti Korede Adedoyin í liði Accrington vakti þó mesta athygli. Hann rann og hitti boltann alls ekki nógu vel. Markvörður Bradford fór í rangt horn en náði samt að standa upp og verja.
Viðbrögð stuðningsmanna voru kostugleg.
Myndband af þessu er hér að neðan.
#bcafc what a penalty 😭😭😭 pic.twitter.com/fNoPqzyEjQ
— Jordan (@JordinhoBCAFC) August 8, 2023