fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Brattur fyrir úrslitaleikinn – „Erum ekki með svo slæmt lið heldur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. ágúst 2023 13:16

Víkingur spilar til úrslita. Mynd: Víkingur R

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Andrews, þjálfari kvennaliðs Víkings, er að vonum spenntur fyrir bikarúrslitaleiknum gegn Breiðabliki á föstudag. Hann gerir sér þó grein fyrir að verkefnið er strembið.

„Við getum ekki beðið. Að sjá völlinn og æfa hér í dag, þetta verður mjög gaman,“ segir John í samtali við 433.is.

„Við þurfum að vera raunsæ. Breiðablik er með frábært lið. En við erum ekki með svo slæmt lið heldur. Bæði lið spiluðu erfiða leiki til að komast í úrslit. Við erum nokkuð bjartsýn.“

John býst við góðum stuðningi úr stúkunni.

„Stuðningsmenn Víkings hafa verið ótrúlegir. Ég held að fyrsta daginn hafi selst næstum 500 miðar. Við erum stolt af því.“

video
play-sharp-fill

Víkingur hefur átt frábært tímabil. Liðið er á toppi Lengjudeildarinnar og komið alla leið í bikarúrslitaleikinn. John segir afar gaman að vera hluti af félaginu og að kvennaliðið horfi einnig til karlaliðsins sem hefur verið frábært undanfarin ár.

„Þeir eru ótrúlegir. Við erum að vinna hörðum höndum að því að komast á þann stað. Lengjudeildin í ár er sú besta sem hefur verið og við erum svo heppin að vera á toppnum þar. En þú þarft bara að horfa á síðustu þrjá leiki okkar gegn Fram, Fjarðabyggð og Augnablik. Þau eru í neðri hlutanum og gáfu okkur mjög erfiða leiki.

Þetta er ekki bara Lengjudeildin eða Besta deildin, íslensk kvennaknattspyrna er búin að ná frábærum framförum og það er heiður að vera hluti af því.“

Nánar er rætt við John í spilaranum.

Leikurinn hefst klukkan 19 á föstudag.

Tengill á miðasölu fyrir stuðningsmenn Víkings R.

Tengill á miðasölu fyrir stuðningsmenn Breiðabliks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar horfði aftur og aftur á frammistöðu Arons Einars í síðasta glugga og segir – „Vænti mikils af honum að vera gott fordæmi“

Arnar horfði aftur og aftur á frammistöðu Arons Einars í síðasta glugga og segir – „Vænti mikils af honum að vera gott fordæmi“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja ástandið í Kópavogi mjög slæmt en segja – „Trúðarnir á RÚV sýndu það ekki nógu vel“

Telja ástandið í Kópavogi mjög slæmt en segja – „Trúðarnir á RÚV sýndu það ekki nógu vel“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sturlaðir yfirburðir Ronaldo – Þetta voru tíu launahæstu íþróttamenn síðasta árs

Sturlaðir yfirburðir Ronaldo – Þetta voru tíu launahæstu íþróttamenn síðasta árs
Hide picture