Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City, er alls ekki hrifinn af nýju reglunni í enskui úrvalsdeildinni.
Mun meiri tíma verður bætt við á Englandi á þessu tímabili er boltinn er ekki í leik og á það við um allar deildir sem og bikarkeppnir.
Man City spilaði nýlega við Arsenal í Samfélagasskildinum þar sem það síðarnefnda jafnaði metin á 101. eftir að 13 mínútum var bætt við venjulegan leiktíma.
Man City tapaði leiknum að lokum í vítakeppni og er Belginn alls ekki hrifinn af þessari nýju reglu.
,,Við ræddum við leikmenn Arsenal og jafnvel við dómarana – þeir virðast ekki vera hrifnir af þessu en þetta er ný regla og það er staðan,“ sagði De Bruyne.
,,Eins og í leiknum gegn Arsenal, jafnvel í fyrri hálfleiknum voru þrjár mínútur aukalega, þú getur aðeins ímyndað þér hvað gerist gegn liði sem vill tefja leikinn allan tímann.“
,,Við spiluðum 12-13 mínútur aukalega og ég býst við að leikirnir verði lengdir um allt að 25 mínútur. Við sjáum hvernig þetta fer en það er ekkert vit í þessari reglu.“