fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Ræddu hugsanlegt ósætti í Kópavogi: Telur ummæli Óskars bull – „Ætlarðu virkilega að segja mér það?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. ágúst 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara karlaliðs Breiðabliks, eftir tap gegn KR um helgina vöktu töluverða athygli. Einhverjir skynja pirring hjá Óskari.

Í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn gegn KR var Óskar spurður út í hugsanleg leikmannakaup.

„Það verður bara að koma í ljós. Menn eru alltaf að skoða og spá og spekulera og reyna að finna út hvernig þeir ætla að styrkja liðið. Bæði til skamms tíma í álaginu núna og til lengri tíma. Það er ekkert í hendi.

En það er best að tala við aðra um það hjá Breiðabliki, ég er bara að þjálfa þetta lið,“ sagði Óskar.

Málið hefur verið tekið fyrir í hlaðvarpsþáttum hér á landi og var til að mynda rætt í Dr. Football. Þar veltir Hjörvar Hafliðason því upp hvort núningur sé á milli Óskars og Ólafs Kristjánssonar, yfirmanns knattspyrnumála hjá Breiðabliki.

„Ég man að fyrst þegar Ólafur kom þarna inn á skrifstofuna að þá hugsuðum við að þessir gæjar væru ekki að fara að vinna saman, þetta væri eins og að ráða Arsene Wenger sem yfirmann Jose Mourinho, þetta væri ekki að fara að virka,“ segir Hjörvar. „Það eru búnar að vera litlar pillur,“ bætir hann við.

Arnar Sveinn Geirsson var einnig í setti. Hann telur það ekki rétt hjá Óskari að hann hafi lítið að segja um leikmenn sem koma til félagsins.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem maður heyrir eitthvað svona,“ segir Arnar.

„Ég held að það hafi verið alveg ljóst frá upphafi að þetta kombó (samstarf Óskars og Ólafs) myndi ekki ganga vel. Ég held samt að þetta sé algjört bull hjá Óskari. Ætlarðu virkilega að segja mér að Óskar hafi ekkert að segja um hvaða leikmenn hafi verið að koma? Ég held að hann hafi nánast allt um það að segja og ég skil ekki af hverju hann er að segja þetta.“

Hjörvar bætir svo við: „Þið heyrið að Óskar er drullufúll að hafa ekki fengið neina leikmenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt