fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Neville lýsir þungum áhyggjum yfir komandi tímabili Manchester United – Vonast enn til að Kane komi

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. ágúst 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United goðsögnin og sparkspekingurinn Gary Neville hefur áhyggjur af liðinu á komandi tímabili. Hann heldur enn í vonina um að Harry Kane mæti á svæðið frá Tottenham.

Kane var orðaður við United fyrr í sumar en ef hann fer er nú líklegast að hann endi hjá Bayern Munchen.

Neville hefur áhyggjur af lykilstöðum í liði United.

„Andre Onana og Rasmus Hojlund. Þetta eru tvær stöður sem verður fylgst mest með og þeir þurfa að aðlagast. Ég er samt stressaður fyrir þessu tímabili því þetta eru tveir leikmenn í mjög mikilvægum stöðum sem hafa ekki sannað sig,“ segir Neville.

Hann vonast til að United reyni að fá Kane á síðustu stundu.

„United þarf Kane. Þeir þurfa líka Rasmus Hojlund til að vera honum til halds og trautst, spila 25-30 leiki en hann spilaði ekki alla leiki fyrir Atalanta á síðustu leiktíð. Ég hef áhyggjur af því að við séum með þennan strák frammi ef ég á að vera hreinskilinn. Það er mikil ábyrgð á herðum hans.

Það munu allir fylgjast með honum og það þarf að létta pressunni aðeins af honum. Með Kane getur United elt Arsenal og Manchester City.“

Neville sér einfaldlega ekki fyrir sér að Kane endi hjá Bayern.

„Ef hann vill ekki verða markahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar er ég mjög hissa. Bayern er risafélag en ég sé þetta ekki gerast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skiptin urðu að engu í gær

Skiptin urðu að engu í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik
433Sport
Í gær

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn
433Sport
Í gær

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum