West Ham er að vinna að því að klára kaupin á James Ward-Prowse eins fljótt og hægt er.
Ward-Prowse er fyrirliði Southampton en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor og þótti strax nokkuð ljóst að Ward-Prowse myndi ekki taka tímabilið í B-deildinni.
Fyrr í þessum mánuði hafnaði Southampton 30 milljóna punda tilboði West Ham í Ward-Prowse en félagið er að undirbúa nýtt tilboð og er útlit fyrir að miðjumaðurinn verði leikmaður Lundúnaliðsins eftir allt saman.
Southampton vill að Ward-Prowse spili um helgina gegn Norwich en líklegt er að það verði hans síðasti leikur fyrir félagið sem hann ólst upp hjá.
Ward-Prowse hefur í heildina spilað 422 leiki fyrir Southampton, skorað 55 mörk og lagt upp önnur 55.
🚨 EXCL: West Ham working to conclude deal to sign James Ward-Prowse from Southampton as soon as possible. #SaintsFC keen for 28yo to face Norwich on Saturday but now an increasing likelihood it will be his final game for boyhood club @TheAthleticFC #WHUFC https://t.co/PtH5ALtHcd
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2023