Ísak Bergmann Jóhannesson er á förum frá FC Kaupmannahöfn og að semja við Fortuna Dusseldorf.
Fótbolti.net vekur athygli á þessu en hefur þetta eftir danska miðlinum BT.
Ísak var ekki valinn í Meistaradeildarhóp FCK fyrir komandi átök og virðist svo sannarlega vera að kveðja.
Ísak hefur ekki fengið mikið að spila fyrir FCK undanfarnar vikur en hann gekk í raðir liðsins fyrir tveimur árum.
Íslenski landsliðsmaðurinn er sjálfur óánægður með spilatíma sinn en Dusseldorf er lið í B-deildinni í Þýskalandi.