Manchester United er nú að íhuga það sterklega að gera tilboð í miðjumanninn öfluga Leon Goretzka.
Frá þessu greinir Sky Sports en Goretzka hefur áður verið orðaður við enska stórliðið í gegnum tíðina.
Um er að ræða einn öflugasta miðjumann Evrópu en Juventus, Atletico Madrid og Napoli hafa einnig sýnt Goretzka áhuga.
Það er óvíst hvort framtíð Goretzka liggi hjá Bayern Munchen þar sem hann hefur spilað undanfarin ár.
Thomas Tuchel, stjóri Bayern, virðist ekki vera of hrifinn af Goretzka sem á nóg eftir og er aðeins 28 ára gamall.