Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur varað Phil Foden við því að hann þurfi að gera betur ef hann vill vera möguleiki á miðju liðsins í vetur.
Guardiola elskar fáa leikmenn meira en Foden sem er ekki með mikla reynslu af því að spila á miðri miðjunni.
Um er að ræða gríðarlega teknískan og leikinn leikmann en Guardiola vill fá meira frá sínum manni varnarlega.
,,Phil getur spilað fimm stöður. Hann getur verið framherji, á vinstri vængnum, á hægri vængnum sem og sem og framliggjandi miðjumaður,“ sagði Guardiola og nefndi þar fjórar stöður.
,,Það er bara á miðri miðjunni þar sem hann þarf að passa sig meira, hann þarf að átta sig á því hvað hann þarf að gera varnarlega sérstaklega.“
,,Auðvitað býður hann upp á eitthvað sérstakt í þessum stöðum, einn gegn einum og að koma sér í teiginn, hann er með þetta allt saman.“