Jose Mourinho hefur aðeins grátið einu sinni á sínum ferli sem þjálfari en það atvik átti sér stað árið 2012.
Mourinho var þá þjálfari Real Madrid en liðið tapaði í vítakeppni gegn Bayern Munchen sem lá síðar gegn Chelsea í úrslitaleiknum.
Kaka og Sergio Ramos klikkuðu á vítaspyrnum fyrir Real sem kostaði liðið það að spila gegn fyrrum félagi Mourinho, Chelsea, í úrslitunum.
Mourinho hefur þurft að upplifa mikið á sínum ferli sem knattspyrnustjóri en missti sig alveg eftir þetta örlagaríka tap.
,,Því miður þá er fótboltinn svona. Cristiano, Kaka, Sergio Ramos.. Þetta voru skrímsli í fótboltaheiminum en þeir eru einnig mannlegir,“ sagði Mourinho.
,,Það var þetta kvöld sem ég hágrét eftir tap í fyrsta sinn á ferlinum, ég man mjög vel eftir þessu.“
,,Aðstoðarmaður minn [Aitor Karanka] og ég lögðum fyrir útan heimili mitt og ég byrjaði að gráta í bílnum. Þetta var svo erfitt því við vorum þeir bestu á þessu tímabili.“