Eins og flestir vita hefur varnarmaðurinn Kyle Walker verið sterklega orðaður við Bayern Munchen í sumar.
Walker hefur verið frábær fyrir lið Manchester City í mörg ár sem og fyrir enska landsliðið.
Bayern hefur sýnt hægri bakverðinum mikinn áhuga í sumar en Man City virðist ekki vera viss með að selja sinn mann.
Pep Guardiola, stjóri Man City, fundaði með Walker á föstudaginn en myndir af þeim náðust fyrir utan veitingastað í Manchester.
Það gæti verið stór stund fyrir Walker og er líklegt að Guardiola hafi sannfært Walker um að halda áfram hjá félaginu.
Þeir félagar féllust í faðma eftir hittinginn en Guardiola sást síðar hjóla burt.
Myndir af þessu má sjá hér.