Umboðsmaður Sadio Mane, Bacary Cisse, hefur tjáð sig um umdeilt atvik sem átti sér stað hjá Bayern Munchen á síðustu leiktíð.
Þar áttust við Mane og liðsfélagi hans Leroy Sane en sá síðarnefndi er sagður hafa kýlt liðsfélaga sinn í andlitið.
Þeir hafa nú grafið öxina en Mane hefur kvatt Bayern og skrifaði undir samning við Al-Nassr í Sádí Arabíu.
Cisse hélt því fram á sínum tíma að Sane hefði sagt rasíska hluti í garð Mane sem varð til þess að sá síðarnefndi missti stjórn á skapi sínu.
,,Allir sem fylgjast með fótbolta í Evrópu vita það að Sane spilar sig mjög stórt. Sadio á móti er mjög rólegur og hefur sýnt það alls staðar þar sem hann leikur,“ sagði Cisse.
,,Sane fór yfir strikið. Það var mikið rangt skrifað á þessum tímapunkti varðandi hvað átti sér stað. Mikið ógeð kom úr þýsku miðlunum.“
,,Þeir ákváðu að standa með Sane gegn Sadio. Þeir sögðu að Sadio hafi verið sektaður um 500 þúsund evrur sem er lygi.“
,,Sane var ekki lengi að biðjast afsökunar eftir það sem átti sér stað. Af hverju? Því hann vissi að hann væri sökudólgurinn.“
Cisse var svo spurður út í það hvort Sane hafi látið rasísk ummæli falla um liðsfélaga sinn.
,,Já, klárlega. Ég get ekki farið út í smáatriðin þess vegna bendi ég á vinnubrögð Bayern. Þetta er klikkun.“
Bayern hefur nú svarað fyrir þessu ummæli Cisse og harðneitar því að eitthvað rasískt hafi átt sér stað.
,,Við vitum af þessum ásökunum og höfum rætt við Leroy. Hann var mjög skýr og neitaði því að hann hafi aldrei látið slík orð falla.“
,,Við eyddum tveimur dögum í að tala við alla aðila og komumst í gegnum þetta. Fyrir okkur þá er þetta mál búið.“