fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Sparar ekki stóru orðin og segist hata fyrrum yfirmann sinn: Öll fjölskyldan vildi sjá hann tapa – ,,Þetta særði mig svo mikið“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 6. ágúst 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Bridge, fyrrum leikmaður Manchester City, er svo sannarlega enginn aðdáandi Roberto Mancini.

Mancini varð fyrsti stjórinn til að vinna ensku úrvalsdeildina með Manchester City en það gerðist árið 2012.

Bridge var þá á mála hjá Man City en var í láni hjá Sunderland og var ekki hluti af leikmannahópnum.

Bridge segist ‘hata’ Mancini og var miður sín er Ítalía vann enska landsliðið í úrslitum EM 2020 undir einmitt þess síðarnefnda.

,,Þetta særði mig svo mikið því ég hata Mancini, allir vita að ég hef enga ást fyrir þessum manni,“ sagði Bridge um sigur Ítalíu.

,,Ég myndi ekki segja að hann sé versti þjálfari sem ég hef unnið með en þegar kom að taktík þá var hann alls ekki góður. Það sem hann gerði var gott sem er erfitt að segja.“

,,Fjölskyldan mín var ekki bara að hvetja England áfram heldur vonaðist eftir því að Mancini myndi tapa svo þetta var ennþá verra. Ég náði aldrei saman við hann.“

,,Hann á skilið hrós fyrir það sem hann gerði hjá Manchester City þegar þeir unnu deildina og er elskaður þar en það voru leikmennirnir sem unnu þennan bikar, ekki hann sem þjálfari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

„Mikilvægt að þeir kynnist mér strax svo við þurfum ekki að eyða dýrmætum tíma í það í haust“

„Mikilvægt að þeir kynnist mér strax svo við þurfum ekki að eyða dýrmætum tíma í það í haust“
433Sport
Í gær

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“