fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Bað um eiginhandaráritun og var rekinn úr starfi: Öskraði og það borgaði sig – ,,Ég myndi aldrei taka þetta til baka“

Victor Pálsson
Laugardaginn 5. ágúst 2023 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru svo sannarlega ekki allir sem hafa upplifað það sama og maður að nafni Cristian Salamanca sem kemur frá Argentínu.

Salamnca starfaði sem húsvörður í Miami er hann sá tækifærið á að hitta Lionel Messi, leikmann Inter Miami, í fyrsta sinn.

Messi gekk í raðir Miami í sumar en hann er fyrrum leikmaður bæði PSG og Barcelona og vann þá HM með Argentínu í fyrra.

Salamanca var tilbúinn að gera mikið til að fá eiginhandaráritun Messi, svo mikið að hann missti starf sitt sem húsvörður.

,,Það var mitt starf að hreinsa baðherbergin þar sem rútan var lögð. Sem betur fer þá var ég á staðnum þegar allir leikmennirnir gengu út,“ sagði Salamanca.

,,Síðasti leikmaðurinn til að ganga út var Messi, það fékk mig til að öskra: ‘Sæll, heimsmeistari!’

,,Hann sneri sér við og horfði á mig. Ég fór úr vinnupeysunni og undir henni var ég klæddur í argentínsku landsliðstryejuna og var líka með penna.“

,,Hann gaf mér eiginhandaráritun en öryggisverðirnir voru mættir á staðinn um leið og ég var rekinn. Ég myndi þó aldrei taka þetta til baka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar