fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Einn vinsælasti tónlistarmaður heims fær skítkast eftir það sem gerðist í Bandaríkjunum – ,,Í dag er hann ekkert nema rauðhærður trúður“

433
Laugardaginn 5. ágúst 2023 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuaðdáendur geta verið sérstakir eins og allir sem lesa þennan miðil ættu að kannast við.

Chrstopher Nkunku, leikmaður Chelsea, meiddist á dögunum er liðið spilaði við Dortmund í Þýskalandi.

Um var að ræða æfingaleik sem fór fram í Bandaríkjunum en hann var spilaður á Soldier Field í Chicago.

Það var grasið á vellinum sem olli meiðslum Nkunku sem kom til Chelsea í sumar frá RB Leipzig.

Nú eru stuðningsmenn Chelsea farnir að senda tónlistarmanninum Ed Sheeran skilaboð en hann hélt tónleika á þessum velli fyrir framan 73 þúsund manns fyrir fjórum dögum.

Aðdáendur Sheeran voru margir á grasinu sjálfu á meðan tónleikarnir fóru fram og var grasið ekki í sínu besta ástandi er viðureign Dortmund og Chelsea fór fram.

,,Ég var aðdáandi Ed Sheeran. Í dag er hann ekkert nema rauðhærður trúður fyrir mér,“ skrifar einn til Sheeran.

Annar bætir við: ,,Frábær tónlist, vinalegur náungi en ef Nkunku er frá í langan tíma þá verð ég mættur á bílastæðið.“

Ansi skrautleg skilaboð en í flestum tilfellum voru menn að grínast í tónlistarmanninum sem fylgist sjálfur með fótbolta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar