Weston McKennie gæti óvænt átt framtíð fyrir sér hjá Juventus eftir lánsdvöl hjá Leeds síðasta vetur.
McKennie stóðst ekki væntingar hjá Leeds sem féll úr efstu deild en hann samdi þar á stuttum lánssamningi.
Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, útilokar ekki að nota McKennie í vetur og hrósaði honum eftier 3-1 sigur á Real Madrid á miðvikudag.
McKennie er sjálfur vongóður um að fá annan séns hjá Juventus.
,,McKennie átti góðan leik í dag og ég er hæstánægður,“ sagði Allegri um miðjumanninn knáa.
,,Þetta er strákur með mikla hæfileika og getur svo sannarlega verið nothæfur í þessu liði.“