Eddie Nketiah virðist ekki vera að leitast eftir því að semja við annað félag á lánssamningi í sumar.
Nketiah gæti þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu í vetur en hann er leikmaður Arsenal og er ekki fyrsti maður á blað.
Framherjinn er þó vongóður um að Mikel Arteta, stjóri liðsins, muni nota sig en hversu mikið verður að koma í ljós.
Englendingurinn vill þó helst ekki yfirgefa Emirates en hann hefur komið við sögu á undirbúningstímabilinu.
,,Augljóslega þá trúi ég á mína eigin hæfileika. Ég veit að ég get skilað mínu fyrir Arsenal,“ sagði Nketiah.
,,Stjórinn þarf að taka erfiða ákvörðun en þegar hann vill nota mig þás veit hann að ég get lagt mitt af mörkum.“