Óvæntar fréttir brutust út á Englandi nú fyrir skömmu þess efnis að starf David Moyes sem stjóri West Ham gæti verið í hættu.
Daily Mail fjallar um málið.
Það er sagt ríkja ósætti á milli Moyes og stjórnarinnar um leikmannakaup West Ham í sumar.
West Ham seldi Declan Rice til Arsenal fyrr í sumar á 105 milljónir punda og hefur Moyes áhuga á að nýta peninginn í að kaupa menn með úrvalsdeildarreynslu. Hafa James Ward-Prowse, Scott McTominay og Harry Maguire verið nefndir til sögunnar.
Það róa þó ekki allir í sömu átt innan félagsins og er Moyes sagður afar pirraður á stöðunni.
Það er því ekki útséð með það hver verður stjóri West Ham þegar nýtt tímabil hefst um næstu helgi.