Harry Amass er genginn í raðir Manchester United frá Watford. Hann skrifar undir fjögurra ára samning.
Um er að ræða 16 ára leikmann sem þykir afar spennandi.
Amass spilar í stöðu vinstri bakvarðar.
Hann kemur inn í yngri lið United til að byrja með en hann var í U18 ára liði Watford.