Það eru margir sem fylgjast með gangi mála hjá enska neðrideildarliðinu Wrexham sem er í eigu tveggja Hollywood leikara.
Um er að ræða þá Ryan Reynolds og Rob McElhenney sem hafa báðir gert það gott sem leikarar í gegnum tíðina.
Það er ansi skondið að þeir hafi ákveðið að kaupa knattspyrnufélag í Wales, lið sem komst upp um deild í þeirra eigu síðasta vetur.
McElhenney hefur nú greint frá því að hann og Reynolds hafi ekki þekkst fyrir þremur árum síðan en stuttu eftir að hafa kynnst var ákveðið að kaupa knattspyrnulið.
,,Í dag þá hugsa ég um hann sem einn af mínum nánustu vinum og ég þekkti hann ekki fyrir þremur árum,“ sagði McElhenney.
Þremur árum seinnna eru tvímenningarnir orðnir mjög góðir vinir og stefna á að koma Wrexham í efstu deild á Englan di.