Ef þú spyrð Jamie O’Hara þá ætti Harry Kane að forða sér burt frá Tottenham ekki seinna en núna.
O’Hara er sjálfur fyrrum leikmaður Tottenham en starfar nú sem sparkspekingur fyrir TalkSport.
Kane er sterklega orðaður við Bayern Munchen og telur O’Hara að hann muni ekki vinna titla með Tottenham ef hann framlengir dvöl sína þar.
,,Ef ég er Harry Kane, þá er ég farinn. Ég myndi skoða undirbúningstímabilið þar sem Tottenham spilaði tvo leiki og allt er í rusli þarna,“ sagði O’Hara.
,,Þetta félag er ekki að laða að sér neinar stjörnur. Ég myndi taka ákvörðun um að fara til Bayern.“
,,Nóg er nóg, ef Tottenham ætlar ekki að berjast um titla þá þarf hann að fara.“