Willian, leikmaður Fulham, er búinn að ná samkomulagi við Al Shabab í Sádi-Arabíu.
Það eru aðeins um tvær vikur síðan Willian skrifaði undir nýjan samning við Fulham. Hann var einnig á mála hjá liðinu á síðustu leiktíð og um tíma leit út fyrir að hann færi á frjálsri sölu í sumar. Hafði hann til að mynda verið orðaður við Nottingham Forest.
Að lokum skrifaði hann þó undir til eins árs hjá Fulham.
Undanfarna daga hafa þó orðrómar um Sádí komið upp og reyndast þeir sannir.
Sjálfur hefur leikmaðurinn samið við Al Shabab en nú þarf félagið að semja um kaupverð við Fulham.
Afar óþægileg staða fyrir Fulham sem var að semja við leikmanninn fyrir stuttu.