fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Spöruðu ekki stóru orðin í bílferðinni: Stirt á milli þeirra í mörg ár – ,,Hugsaði með mér að við þyrftum að reka þig“

433
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnurnar tvær Rio Ferdinand og Laura Woods áttu heldur betur skemmtilegt samtal í bifreið eftir að hafa bæði skrifað undir samning við sjónvarpsstöðina TNT.

Þau hafa aldrei starfað saman áður en munu fjalla um ensku úrvalsdeildina í vetur en nú styttist í að fyrsti leikurinn fari fram.

Woods hefur starfað fyrir Sky Sports í dágóðan tíma en Ferdinand hefur verið hluti af teyminu hjá BT Sports.

Þau grínuðust mikið í þessum samræðum og hafa aldrei unnið saman áður sem kemur kannski á óvart miðað við stórmótin sem hafa verið í boði á ýmsum stöðvum undanfarin ár.

,,Ég var ekki hrifinn af þér,“ sagði Ferdinand brosandi í samtali við Woods sem tók ekki illa í ummælin.

Hún var ekki lengi að svara: ,,Ég var aðstoðarkona fyrir þetta svo ég veit hvaða störf fólk þarf að sinna. Ég hef fylgst með þér og ég hugsaði með mér að við þyrftum að reka þig.“

,,Svo komst ég að því að þú hefðir fengið mjög langan samning svo það var ekki í boði fyrir stöðina að láta þig fara.“

Woods bætir svo við: ,,Það skrítna er að við höfum aldrei unnið saman. Það er eins og ég hafi hitt alla í þessum bransa en ekki þig.“

Ferdinand ákvað svo að skjóta aðeins til baka: ,,Ég var enginn aðdáandi þinn ef ég á að vera hreinskilinn. Ég hef séð þig einu sinni eða tvisvar, það er allt saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“